Mátti ekki dreifa minnisblaðinu

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Kristinn Ingvarsson

Lög­fræðingi efna­hags- og viðskiptaráðuneyt­is­ins, sem kynnt var niðurstaða lög­fræðiálits LEX fyr­ir Seðlabanka Íslands, var af­hent minn­is­blaðið til að styðjast við í starfi sínu með því skil­yrði að því yrði ekki dreift frek­ar um ráðuneytið eða notað með öðrum hætti. Gylfi Magnús­son neitaði því í Kast­ljósi í kvöld að hafa á nokk­urn hátt gefið mis­vís­andi upp­lýs­ing­ar í umræðum á Alþingi.

Gylfi sagði í Kast­ljósi að það væri Seðlabank­ans að út­skýra hvers vegna ákveðið hefði verið að upp­lýsa ráðherra ekki um niður­stöðu lög­fræðiálits­ins. Gylfi játaði því að þetta væri „frek­ar óvenju­legt“ en þannig hafi minn­is­blaðið komið inn í ráðuneytið og hann hafi því ekki vitað af til­vist hans. Sjálf­ur hafi hann held­ur ekki getað tekið sér það vald að skipa Seðlabank­an­um fyr­ir á þess­um tíma þar sem Seðlabank­inn heyrði ekki und­ir hans ráðuneyti.

Hann sagðist held­ur ekki gera neina at­huga­semd við starfs­hætti lög­fræðings ráðuneyt­is­ins, sem hefði fengið þessa hjálp frá Seðlabank­an­um til að vinna að eig­in áliti og hefði gert það mjög vel. Síðar sama sum­ar hafi það komið fram á fundi með lög­fræðingn­um að aðallög­fræðing­ur Seðlabank­ans hefði ákveðnar efa­semd­ir um lög­mæti geng­is­tryggðra lána. „Ég fæ nú ekki séð að það hafi skipt neinu máli hvort ég hafi fengið þess­ar upp­lýs­ing­ar nokkr­um vik­um fyrr eða síðar," sagði Gylfi. 

Gylfi seg­ist ekki hafa gefið mis­vís­andi upp­lýs­ing­ar í umræðum á Alþingi. Hann hafi þvert á móti sagt eft­ir sinni bestu vitn­eskju að eng­inn vafi léki á því að lán í er­lendri mynt væru lög­leg og bent svo á það í fram­hald­inu að ef ein­hver ágrein­ing­ur væri þá væri það dóm­stóla að skera úr um það en ekki viðskiptaráðuneyt­is­ins. „Þetta er niðurstaðan bæði frá lög­fræðingi ráðuneyt­is­ins og nú höf­um við séð að það var niðurstaða lög­fræðings Seðlabank­ans, ég fæ ekki bet­ur séð [en] að þetta séu rétt­ar upp­lýs­ing­ar." Gylfi ít­rekaði jafn­framt að þetta lög­fræðiálit sem Seðlabank­inn lét vinna hafi ekki snúið að því sem var helsta áhyggju­efnið á þeim tíma, þ.e.a.s. lána­söfn­um bank­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert