Mýrdalsjökull enn biksvartur

Fyrir miðri mynd sést svartur jökulskallinn á Mýrdalsjökli, en út …
Fyrir miðri mynd sést svartur jökulskallinn á Mýrdalsjökli, en út með hliðunum, þar sem jökullinn er á meiri hreyfingu, er hann ljósari að sjá. Ljósmynd/ESA

Mýr­dals­jök­ull er enn svart­ur á skall­an­um eft­ir eld­gosið í Eyja­fjalla­jökli fyrr á þessu ári. Ný gervi­tungla­mynd sem Evr­ópska geim­ferðastofn­un­in (ESA) tók af land­inu sýn­ir það glögg­lega.

Meðfram hliðunum og í hlíðum jök­uls­ins er hann hins veg­ar mun ljós­ari á að líta, enda er hann þar á meiri hreyf­ingu og brotn­ar meira upp svo ösku­lagið rofn­ar.

Mynd­in sýn­ir raun­ar vel litamun­inn á skriðjökl­un­um og jök­ul­hett­un­um al­mennt. Vel sést hvernig jökl­arn­ir renna og hversu lang­ir þeir eru. Þegar horft er á Vatna­jök­ul sést hversu víðáttu­mikl­ir Skeiðar­ár­jök­ull og Breiðamerk­ur­jök­ull eru í raun.

Vel sést á mynd­inni hversu lítið hef­ur snjóað í jökl­ana að und­an­förnu, enda eru þeir skít­ug­ir og mjög dökk­ir á að líta.

Mynd­ina í heild sinni má finna hér, en hún er mjög stór og get­ur því tekið dá­litla stund að hlaðast niður. Mynd­in sýn­ir einnig vel haf­ís­inn við Græn­land og norður af land­inu.

Hér er hægt að skoða mynd­skeið sem Þyrluþjón­ust­an tók af Eyja­fjalla­jökli

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert