Fullsnemmt að blása svínaflensuna af

JASON REED

„Það er fullsnemmt að blása svínaflenskuna alveg af,“ segir Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir. Sagan kenni að betra sé að fara varlega í að afskrifa flensufaraldra.

Nýleg flensutilvik á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu sýni að útbreiðsla veirunnar sé enn í fullum gangi. Ný bylgja virðist þannig vera í uppsiglingu á Suðurhvelinu.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem segir að svínaflensufaraldurinn sé yfirstaðinn. 

„Fyrsta bylgjan sem gekk fyrir er liðin hjá hér á Norðurhveli jarðar,“ segir Haraldur. Allir heimsfaraldrar komi í bylgjum og ekki sé hægt að útiloka aðra bylgju með haustinu.

Haraldur segir að um helmingur íslensku þjóðarinnar hafi verið bólusettur. Þjóðin sé þannig nokkuð vel sett ef veiran blossi upp að nýju.

Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, segist taka tilkynningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar með fyrirvara.
Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, segist taka tilkynningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar með fyrirvara. mbl.is/Heiðar Kristjánsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert