Saksóknari rannsaki Byggðastofnun

Sérstakur saksóknari.
Sérstakur saksóknari. mbl.is/Golli

Stjórn Frjálslynda flokksins telur nauðsynlegt að sérstakur saksóknari rannsaki vafasamar lánveitingar Byggðastofnunar. Í tilkynningu frá flokknum segir að svo virðist vera sem fyrrverandi stjórn og forstjóri stofnunarinnar hafi  farið á svig við gildandi lög og heimilað að aflaheimildir væru vistaðar í skúffufyrirtækjum en ekki á skipum eins og lög kveði á um.

Þá segir að einungis lítill hluti veiðiheimilda í rækju hafi verið nýttur til veiða og verðmætasköpunar en þess í stað hafi kvótinn verið „misnotaður sem skiptimynt í braski“.

Stjórn Frjálslynda flokksins telur sömuleiðis að full þörf sé á að rannsaka starfsemi Byggðastofnunar í gegnum tíðina. „Rannsóknin ætti meðal annars að taka til starfslokasamninga við fyrrum forstjóra stofnunarinnar, forsendur lánveitinga og afskrifta lána sem oft virðast hafa verið veitt gegn ótryggum veðum.“
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert