Gerðar hafa verið tilraunir með það síðustu tvo daga að blanda hvallýsi út í svartolíuna sem hvalveiðiskip Hvals hf. ganga fyrir.
Þessar tilraunir eru ekki síst viðleitni til þess að stuðla að sem bestri nýtingu hráefnisins sem fellur til við hvalveiðarnar.
„Við erum bara að prófa okkur áfram með þetta. Það er engin eiginleg reynsla komin á það enn,“ segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.