Fjármögnun flugeldasýninga á Menningar- og Ljósanótt

Björgunarsveit Suðurnesja hefur staðið fyrir flugeldasýningu á ljósanótt í Keflavík. Valgerður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri menningarsviðs Reykjanesbæjar, segir Sparisjóðinn í Keflavík hafa greitt fyrir sýninguna en björgunarsveitina einungis nýtt hluta fjárins til flugelda og afganginn til að byggja upp starfið. Styrkur sparisjóðsins verður minni í ár en sveitarfélagið mun finna aðra styrktaraðila svo að fjárhæðin verði hin sama.

Orkuveitan hefur síðastliðin ár fjármagnað flugeldasýninguna við hafnarbakkann í Reykjavík á menningarnótt en kostnaðurinn við hana er um það bil þrjár milljónir króna. Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, varpaði fram þeirri spurningu í dagbók borgarstjóra á Facebook í fyrrakvöld hvort Orkuveitan ætti að borga fyrir flugeldasýningu á menningarnótt.

Stjórn Orkuveitunnar í Reykjavík tekur ákvörðun í málinu en ekki náðist í Harald Flosa Tryggvason stjórnarformann við vinnslu fréttarinnar í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert