„Fyrirspurn mín var alveg skýr“

Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir. mbl.is/Eyþór

„Ég spurði viðskiptaráðherra á Alþingi hvort hafið væri yfir allan vafa að myntkörfulán, sem væru krónulán með erlendu viðmiði, væru lögleg. Fyrirspurn mín var alveg skýr,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Gylfi svaraði að það væri niðurstaða lögfræðinga „bæði í viðskiptaráðuneytinu og víðar í stjórnsýslunni“ að lánin væri lögmæt. Því var haldið fram nýverið að Gylfi hefði farið með rangt mál í þinginu enda hafi þá legið fyrir lögfræðiálit í viðskiptaráðuneytinu fyrir Seðlabanka Íslands þar sem fram komu efasemdir um lögmæti gengistryggðra lána.

Gylfi hefur sagt að hann hafi alls ekki verið að tala um gengistryggð lán í svari sínu til Ragnheiðar í júlí 2009 heldur erlend lán, þ.e. lán sem greidd voru út í erlendri mynt.

Ragnheiði þykir ekki mikið til þessara útskýringa koma og bendir á að bæði hafi verið alveg klárt hvað hún hafi átt við í fyrirspurn sinni og engin umræða verið í gangi um lögmæti lána í erlendri mynt, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál ´iMorgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert