Karl á rúman milljarð

Karl Emil Wernersson.
Karl Emil Wernersson. mbl.is/Jim Smart

Af þeim 20 ein­stak­ling­um sem skulduðu bönk­un­um mest fyr­ir hrun eru nokkr­ir í þeirri stöðu að eign­ir þeirra um­fram skuld­ir eru það mikl­ar að þeir greiða af þeim auðlegðarskatt.

Hrein eign Karls Em­ils Werners­son­ar, sem kennd­ur er við Milest­one, er um 1.060 millj­ón­ir króna miðað við álagn­ing­ar­skrá og á hann mest af þess­um tutt­ugu ein­stak­ling­um. Karl var í tólfta sæti á skuldal­ist­an­um. Bróðir hans, Stein­grím­ur, sem var í fjór­tánda sæti, greiðir hins veg­ar ekki auðlegðarskatt fyr­ir árið 2009.

Næst­mest­ar eign­ir eiga þau hjón­in Jón Ásgeir Jó­hann­es­son og Ingi­björg Stef­an­ía Pálma­dótt­ir. Eign­ir þeirra um­fram skuld­ir eru um 653 millj­ón­ir króna. Sam­kvæmt yf­ir­liti sem Jón Ásgeir lagði fram við rétt­ar­höld í júlí­mánuði eru eig­ur hans um 210 millj­óna króna virði. Ekki náðist í þau í gær til að fá skýr­ing­ar á þessu mis­ræmi, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag.




Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert