Spáir „makrílstríði" við ESB

Huginn VE veiðir mikið af makríl í óþökk Evrópusambandsins.
Huginn VE veiðir mikið af makríl í óþökk Evrópusambandsins. Þorgeir Baldursson

Í síðustu viku komu sjó­menn frá Peter­head í Skotlandi í veg fyr­ir það að fær­eyskt skip landaði 900 tonn­um af mak­ríl þar, en Evr­ópu­sam­bandið gæti lagt viðskipta­hindr­an­ir á Íslend­inga eða meinað ís­lensk­um skip­um inn­göngu í evr­ópsk­ar hafn­ir í því sem gæti orðið að ,,mak­ríl­stríði”, að því er seg­ir í um­fjöll­un á vefút­gáfu breska blaðsins The In­depend­ent í dag.

Blaðamaður The In­depend­ent, Mart­in Hickm­an, lík­ir þessu við Þorska­stríðin, þegar, eins og hann lýs­ir því, bresk her­skip voru send ,,til þess að reka ís­lenska tog­ara af um­deild­um veiðisvæðum.” ESB hef­ur varað við því að það muni grípa til „allra nauðsyn­legra aðgerða” til þess að vernda hags­muni sína.

Auk­inn­ar spennu hef­ur gætt í sam­skipt­um eft­ir að Íslend­ing­ar ákváðu ein­hliða að veiða þris­var sinn­um meiri mak­ríl í ár held­ur en ESB tel­ur rétt­læt­an­legt. Fær­ey­ing­ar fylgdu í kjöl­farið með svipaða ákvörðun.

Þegar sú veiði er lögð sam­an við það sem veitt er af ríkj­um ESB og Nor­egi, verður heild­ar­veiðin meiri en svo að hún telj­ist sjálf­bær og ógn­ar því ein­um best heppnuðu veiðum á veg­um ESB. Útgerð inn­an ESB hef­ur hins veg­ar al­mennt ein­kennst af titr­ingi og hags­muna­bar­áttu.

Ísland, sem al­mennt hef­ur á sér got orð fyr­ir fisk­veiðistjórn­un, að sögn The In­depend­ent, held­ur því fram að það eigi rétt á því að veiða hvaða fisk sem það vill inn­an 200 mílna lög­sögu sinn­ar. LÍÚ hef­ur farið aðgerðirn­ar sem „lög­leg­ar og ábyrg­ar” að sögn blaðsins.

Blaðið fer ekki nán­ar út í af­stöðu LÍÚ til máls­ins en á mbl.is hef­ur komið fram að Íslend­ing­ar hafa sóst eft­ir því að kom­ast að samn­inga­borðinu um mak­ríl­veiðarn­ar, en ekki verið hleypt inn í umræðuna.

Maria Dam­anaki yf­ir­maður sjáv­ar­út­vegs­mála hjá Fram­kvæmda­stjórn ESB, hef­ur sagt að hún muni krefjast þess að deil­an verði leyst svo veiðarn­ar verði sjálf­bær­ar á ný. Þá hef­ur The In­depend­ent eft­ir henni: „Hins veg­ar, ef áfram verður stjórn­leysi í mak­ríl­veiðunum og rík­in halda óraun­hæf­um kröf­um sín­um til streitu, þá mun Fram­kvæmda­stjórn­in hug­leiða all­ar nauðsyn­leg­ar aðgerðir til að vernda mak­ríl­stofn­inn og gæta hags­muna ESB.”

ESB, sem grun­ar að ákvörðun Íslend­inga ráðist af slæmu efna­hags­ástandi, seg­ir að það muni íhuga að segja sig frá öll­um fisk­veiðisamn­ing­um við Íslend­inga, sem gæti sett fisk­veiðistjórn­un víða, t.d. á þorski, í upp­nám. Ann­ar mögu­leiki eru viðskiptaþving­an­ir, eða lönd­un­ar­bann á ís­lensk skip í evr­ópsk­um höfn­um.

Blaðið lýs­ir hörðum viðbrögðum víða við mak­ríl­veiðunum og seg­ir að Bret­land, Nor­eg­ur og önn­ur ríki gætu tekið upp á því að hindra inn­göngu Íslend­inga í ESB, eða nota aðild­ar­viðræðurn­ar sem tæki til þess að fá Íslend­inga til að hætta mak­ríl­veiðunum.

Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Skot­lands sagði í gær: „Ég finn fyr­ir mikl­um liðsauka með þeirri staðfestu sem ESB sýn­ir í þessu máli og vona að þessi mál verði í for­grunni í aðild­ar­viðræðum Íslend­inga við ESB.”

Ítar­lega um­fjöll­un The In­depend­ent um þetta má lesa hér í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert