Þórsmerkurleið opnuð síðdegis

Myndirnar sýna hvernig umhorfs var í morgun þegar vatn flaut …
Myndirnar sýna hvernig umhorfs var í morgun þegar vatn flaut yfir Þórsmerkurveg og nú síðdegis þegar áin er farin úr vegstæðinu. myndir/Gunnhildur L. Sigurðardóttir

Starfs­menn Vega­gerðar­inn­ar eru byrjaðir að ryðja veg­inn þar sem varn­argarður Markarfljóts rofnaði á leiðinni inn í Þórs­mörk í morg­un. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Hvols­velli er það ekki vatn sem stöðvar bíla held­ur fyrst og fremst leðja en veg­ur­inn er ófær vegna þessa. Verður viðgerð vænt­an­lega lokið und­ir kvöld.

Lög­regl­an var að skoða aðstæður og seg­ir að það hafi runnið vatn yfir og í gegn­um varn­argarðinn á þess­um stað í nokk­urn tíma. Svo virðist sem hann hafi hins veg­ar end­an­lega gefið sig í nótt eða morg­un með þeim af­leiðing­um að veg­ur­inn fór und­ir vatn og aur á nokkuð stóru svæði. Er þetta áður en komið er að lón­inu á leiðinni inn í Þórs­mörk.

Ragn­heiður Hauks­dótt­ir, land­vörður í Húsa­dal, sagði í sam­tali við mbl.is í há­deg­inu að tals­verður aur­burður hafi verið í ánum á leiðinni inn í Þórs­mörk í sum­ar þar sem aska berst úr Eyja­fjalla­jökli og verður að leðju þegar hún bland­ast sam­an við jök­ul­vatnið. Til að mynda hafi Kros­sáin oft verið óút­reikn­an­leg í sum­ar og breytt oft um far­veg. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert