Ætla að stöðva flugið

Slökkviliðsmenn og fulltrúar launanefndar sveitarfélaga settust á samningafund klukkan 12 …
Slökkviliðsmenn og fulltrúar launanefndar sveitarfélaga settust á samningafund klukkan 12 í dag. Eggert Jóhannesson

Slökkviliðsmenn af höfuðborg­ar­svæðinu eru lagðir af stað til Húsa­vík­ur, en þeir ætla sér að koma í veg fyr­ir að flug, sem fara átti um Ak­ur­eyr­arflug­völl, verði flutt til Húsa­vík­ur meðan á verk­falli þeirra stend­ur.

Lands­sam­band slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­manna tel­ur að ákvörðun um að flytja flug frá Ak­ur­eyri til Húsa­vík­ur sé skýrt verk­falls­brot.  Slökkviliðsmenn af höfuðborg­ar­svæðinu og slökkviliðsmenn frá Ak­ur­eyri ætla að koma í veg fyr­ir að hægt verði að fljúga til Húsa­vík­ur meðan á verk­falli stend­ur.

Samn­inga­nefnd­ir deiluaðila hafa setið á fundi hjá rík­is­sátta­semj­ara frá því kl. 12 á há­degi. Fundi var ekki lokið um miðnætti. Verk­fall hefst kl. 8 hafi samn­ing­ar ekki tek­ist fyr­ir þann tíma.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert