Áhöfn Ægis kemur að björgun flóttamanna

Varðskipið Ægir
Varðskipið Ægir mbl.is/Árni Sæberg

Skipverjar á varðskipinu Ægi áttu þátt í björgun um 70 ólöglegra innflytjenda á Miðjarðarhafi í fyrradag. Fólkið var á tveimur opnum bátum á leiðinni frá Afríku til Spánar. Greint var frá þessu í hádegisfréttum RÚV.

Bátarnir voru skammt frá eyjunni Alboran, austur af Gíbraltarsundi, um það bil miðja vegu milli suðurstrandar Spánar og norðurstrandar Afríku.

Landhelgisgæslan er verktaki hjá Frontex, landamæraeftirlits Evrópusambandsins, og öll áhöfn Ægis er íslensk.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert