Allt á fullu í Reykjadal

Þröstur Elvar heldur með Barcelona
Þröstur Elvar heldur með Barcelona mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Nú þegar hafa safnast um 1,3 milljónir króna inn á reikning sumarbúðanna Reykjadals í Mosfellsdal. Starfsmenn búðanna tóku sig til og opnuðu styrktarsjóð fyrir helgi í ljósi niðurskurðar sem leiddi til lokunar á búðunum í vetur.

Vilmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjavík, staðfesti einnig á Facebook-síðu framtaksins að loforð væru komin fyrir 2,5 milljónum til viðbótar sem gera samtals tæpar fjórar milljónir í heildina. Hann tekur einnig fram að þetta sé aðeins byrjunin og hann hafi fulla trú á að markmiðið náist, en safna þarf 15 milljónum til þess að starfsemi geti haldið áfram í Reykjadal.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert