Harður árekstur á Reykjanesbraut

Áreksturinn var nokkuð harður og bílarnir eru mikið skemmdir.
Áreksturinn var nokkuð harður og bílarnir eru mikið skemmdir. mynd/vf.is

Harður árekstur varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Stekks í Reykjanesbæ nú um klukkan ellefu. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum slösuðust tveir en ekki alvarlega. Báðir voru fluttir til læknisskoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en útskrifaðir að því loknu.

Annar bíllinn var að koma inn á Reykjanesbrautina af Stekk, en þetta eru gatnamót sem oft verða slys á og eru í raun alræmd núorðið fyrir slysahættu. Bílarnir sem rákust saman voru Toyota fólksbíll og Range Rover jeppi og eru þeir báðir talsvert mikið skemmdir.

Varðstjóri hjá lögreglunni segir þetta á margan hátt skrýtið þar sem mjög víðsýnt sé á þessum gatnamótum, en einhvern veginn fari fólk oft óvarlega þarna. Jafnvel hefur verið í umræðunni að loka þessum gatnamótum. Margir kannast við staðinn út frá því að bensínstöð Orkunnar er þar rétt við Reykjanesbrautina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert