Hraðahindranir í Grímsey

Grímsey.
Grímsey. www.mats.is

Hverfisráð Grímseyjar hefur sent skipulagsnefnd Akureyrarbæjar erindi þar sem áhyggjum er lýst af bílaumferð, einkum umferðarhraða og umferðaröryggi í eyjunni, sérstaklega í nágrenni skólans. 

„Þetta er eins hérna og annarsstaðar, það eru einn og einn sem keyra of hratt og menn kvarta yfir því,” segir Ragnhildur Haltadóttir, stjórnarmaður í hverfisráðinu, við vef Vikudags á Akureyri.

Ragnhildir segir að um 20 bílar séu í Grímsey. Unnið sé að lausn vandans og sé m.a. stefnt að því  að setja upp hraðahindranir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert