Mikið grassprettuár

Hey á túnum.
Hey á túnum. mbl.is/RAX

Útlit er fyrir það að bændur nái miklum heyjum og góðum í sumar. Mikil spretta hefur verið og er enn þegar margir bændur eru í öðrum slætti.

Þurrkar á vestanverðu landinu hafa dregið úr sprettu og tún hafa brunnið þar sem grunnt er niður á mel. Þurrkar voru einnig norðanlands í vor en gróður náði sér vel á strik þegar fór að rigna.

Betur hefur gengið að afla heyja á öskufallssvæðinu en útlit var fyrir í vor en eftir er að koma í ljós hvernig heyið nýtist í fóður, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert