Samningafundur fulltrúa Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefndar sveitarfélaga hófst í húsnæði ríkissáttasemjara á hádegi. Boðað hefur verið 16 stunda verkfall slökkviliðsmanna á morgun náist ekki samningar fyrir þann tíma.