Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, hafi afvegaleitt þingið í júlí í fyrra þegar hann svaraði fyrirspurnum um gengisbundin lán.
Gunnar Helgi sagði í fréttum Útvarpsins, að Gylfi hafi haft aðgang að upplýsingum sem hann greindi þinginu ekki frá.
Þá sagði Gunnar Helgi, að pólitísk staða Gylfa hafi veikst vegna þessa máls. Sagði Gunnar Helgi að setja þurfi lög um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráðherra að fordæmi nágrannaþjóðanna.