Sérviskan verður að fíkn

Plötusöfnun er sérviska sem getur orðið að fíkn. Þannig kemst Kristján Frímann Kristjánsson að orði. Kristján er einn helsti plötusafnari landsins og á glæsilegt safn íslenskra og erlendra platna.

Kristján segist hafa byrjað að safna plötum sem krakki, en smám saman hafi söfnunin aukist. Hann hefur þó ekki bara keypt vöruna, heldur líka átt sinn þátt í að skapa einhver minnisstæðustu plötuumslög íslenskrar tónlistarsögu. Meðal annars bjó hann til umslagið á plötu Megasar og Spilverks þjóðanna, Á bleikum náttkjólum.

Kristján er alls ekki eini safnarinn hér á landi. Það er meira að segja kominn upp félagsskapur plötusafnara sem mun halda upp á aldarafmæli íslensku hljómplötunnar síðar í mánuðinum.

Mbl.is leit við til Kristjáns fyrr í dag og fékk að skoða og hlusta á gersemarnar í safninu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert