Vill láta gera hjólavefsjá

Gísli Marteinn Baldursson er mikill áhugamaður um hjólreiðar.
Gísli Marteinn Baldursson er mikill áhugamaður um hjólreiðar. Valdís Þórðardóttir

Gísli Marteinn Bald­urs­son, borg­ar­full­trúi, lagði til á fundi borg­ar­ráðs Reykja­vík­ur í dag að gerð verði hjóla­vef­sjá fyr­ir Reykja­vík þar sem hægt verði að sjá hvernig hjóla­fólk kemst með fljót­leg­ust­um og ör­ugg­ust­um hætti á milli staða.

Meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Besta flokks­ins í um­hverf­is- og sam­gönguráði frestaði því að af­greiða til­lög­una.

Gísli Marteinn seg­ir, að í vef­sjánni geti borg­ar­bú­ar geti slegið inn upp­hafsstað og leiðar­enda, og vef­ur­inn sýni um leið fljót­leg­ustu leiðina, ör­ugg­ustu leiðina, vega­lengd og ferðatíma. Not­end­ur gætu sent leiðina í gps tæki eða farsíma.

Hann seg­ir að upp­lýs­ing­arn­ar séu til í tölvu­kerf­um borg­ar­inn­ar og ekki þurfi lang­an tíma til að búa til um­rædda vef­sjá.

Gísli Marteinn seg­ir að ein­föld út­gáfa af svona kerfi sé þegar í notk­un á höfuðborg­ar­svæðinu fyr­ir stræt­is­vagna á vef Strætó. Þá seg­ir hann að í er­lend­um borg­um, svo sem Seattle, sýni for­ritið ekki aðeins leiðina held­ur einnig hversu flöt eða hæðótt hún er.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert