Vinnan hefur tafist vegna sumarfría og kosninga

Óttarr Proppé borgarfulltrúi
Óttarr Proppé borgarfulltrúi mbl.is

Óttarr Proppé, borgarfulltrúi Besta flokksins, segir að vinna við gerð fjárhagsáætlunar sé hafin. „Vinna við gerð fjárhagsáætlun er ekki komin eins langt og hún ætti helst að vera komin. Ástæðan er sumarfrí og kosningar. Það er verið að setja allt á fullt til að koma þessari vinnu af stað.“

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og VG gagnrýndu í borgarráði í dag hvernig meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar stæði að málum. Samkvæmt tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunar hefðu fagráð borgarstjórnar átt að nota tímann frá byrjun júní til að ljúka stefnumótun og forgangsröðun vegna fjárhagsáætlunar, en nú um miðjan ágúst hafi enn ekki neinir fundir verið boðaðir vegna þeirrar vinnu í nokkru fagráði. Ekki hafi heldur verið haldinn neinn fundur í aðgerðahópi borgarráðs vegna fjármála í þessa tvo mánuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert