Alþýðusamband Íslands segist átelja aðgerðir Isavia og Flugfélags Íslands, sem felist í flutningi farþegaflugs frá Akureyri til Húsavíkurflugvallar. Séu þessar aðgerðir eingöngu settar fram í því skyni að komast hjá löglega boðuðu verkfalli og hafa þar með óeðlileg áhrif á gang mála.
Í yfirlýsingu frá ASÍ segir, að verkfallsrétturinn sé grundvallarréttur hvers stéttarfélags og óheimilt lögum samkvæmt að brjóta eða komast hjá löglega boðuðum vinnustöðvunum.