Ekkert flogið norður síðdegis

mbl.is/Ernir

„Kostnaður­inn af völd­um þessarra aðgerða get­ur hlaupið á nokkr­um millj­ón­um,“ seg­ir Árni Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Flug­fé­lags Íslandi, en búið er að af­lýsa öllu flugi milli Reykja­vík­ur og Húsa­vík­ur í dag.

Flug­fé­lagið býður farþegum að fljúga á morg­un í staðinn eða fá farmiða sína end­ur­greidda.

Ekki verður boðið upp á rútu­ferðir og seg­ir Árni fé­lagið aldrei hafa gripið til þess hvort eð er þegar ut­anaðkom­andi aðstæður hafa raskað flugi.

Um 300 farþegar komust ekki leiðar sinn­ar í dag vegna aðgerða slökkviliðsmanna og seg­ir Árni að far­in verði a.m.k. ein auka­ferð á morg­un til Ak­ur­eyr­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert