Hleypa farþegum ekki út

Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, ræðir við slökkviliðsmennina sem stilla …
Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, ræðir við slökkviliðsmennina sem stilla sér upp í hliðinu. mbl.is/Ernir

Slökkviliðsmenn fjöl­menntu á Reykja­vík­ur­flug­völl þar sem flug­vél á veg­um Flug­fé­lags Íslands á að leggja af stað til Húsa­vík­ur klukk­an 14. Hafa slökkviliðsmenn af­hent farþegum miða með upp­lýs­ing­um um ör­ygg­is­mál. Þá stilltu þeir sér upp í út­göngu­hliði flug­stöðvar­inn­ar og hleypa farþegum ekki út.

Árni Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Flug­fé­lags Íslands, hef­ur rætt við full­trúa slökkviliðsmanna í flug­stöðvar­bygg­ing­unni. Slökkviliðsmenn hafa til­kynnt farþegum í gegn­um gjall­ar­horn á ís­lensku og ensku, að flug til Húsa­vík­ur sé verk­falls­brot. Rúm­lega fimm­tíu farþegar eiga bókað flug til Ak­ur­eyr­ar klukk­an 14. 

Slökkviliðsmenn halda því fram, að það sé verk­falls­brot að flytja flugið frá Ak­ur­eyr­arflug­velli, þar sem slökkviliðsmenn eru í verk­falli, til Húsa­vík­ur eins og Flug­fé­lag Íslands hef­ur gert á verk­falls­dög­um slökkviliðsmanna.

Slökkviliðsmenn stilltu sér upp við útgönguhliðin í flugstöðvarbyggingunni.
Slökkviliðsmenn stilltu sér upp við út­göngu­hliðin í flug­stöðvar­bygg­ing­unni. mbl.is/​Ern­ir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert