Icesave-viðræður á næstu vikum

Full­trú­ar Íslend­inga, Breta og Hol­lend­inga munu eiga form­leg­an fund á næstu vik­um til að ræða um nýtt sam­komu­lag um Ices­a­ve-skuld­bind­ing­arn­ar. Þetta hef­ur AFP frétta­stof­an eft­ir ónafn­greind­um heim­ild­ar­manni inn­an ís­lensku rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Seg­ir heim­ild­armaður­inn, að gert sé ráð fyr­ir því að viðræðurn­ar verði í lok ág­úst eða byrj­un sept­em­ber. Síðast hitt­ust full­trú­ar þess­ara þjóða í Reykja­vík í byrj­un júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert