Jón Ásgeir svarar fyrir þá stefndu

Jón Ásgeir Jóhannesson ætlar ekki að fara til New York …
Jón Ásgeir Jóhannesson ætlar ekki að fara til New York á næstunni Reuters

Jón Ásgeir Jóhannesson segir að enginn þeirra sem stefnt er í Glitnismálinu svokallaða í New York sé á leiðinni vestur um haf til að bera vitni á skrifstofum lögmanna Glitnis. Þetta kemur fram á vef RÚV í kvöld.

Fram kemur í dómsskjölum að Jón Ásgeir og fleiri hafi verið boðaðir þangað til að gefa munnlegan vitnisburð um frávísunarkröfu sína. Jón Ásgeir eigi að mæta þann 23. ágúst. Hann sagði þetta ekki rétt í orðsendingu sem hann sendi fréttastofu í kvöld.  Lögmenn Glitnis hafa líka krafið Jón Ásgeir og aðra sem stefnt er um allskonar gögn sem snerta umsvif þeirra í Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert