Fréttaskýring: Ólíkar forsendur fyrir greiðsluskyldu

Skrifstofur EFTA í Brussel.
Skrifstofur EFTA í Brussel.

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins og Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) eru sam­stiga um það að Íslend­ing­um beri að greiða fyr­ir Ices­a­ve-inn­láns­reikn­inga Lands­banka Íslands en ekki um ástæðurn­ar. Þetta kem­ur fram í svör­um sem borist hafa við fyr­ir­spurn­um Morg­un­blaðsins vegna máls­ins frá þess­um tveim­ur stofn­un­um.

Eins og fram hef­ur komið lít­ur fram­kvæmda­stjórn­in svo á að eng­in rík­is­ábyrgð sé á bankainni­stæðum sam­kvæmt til­skip­un Evr­ópu­sam­bands­ins um inni­stæðutrygg­ing­ar sem inn­leidd var hér á landi fyr­ir rúm­um ára­tug. Hins veg­ar held­ur fram­kvæmda­stjórn­in því fram að til­skip­un­in hafi ekki verið inn­leidd með viðun­andi hætti þar sem stærð ís­lenska trygg­inga­sjóðsins hafi ekki verið í hlut­falls­legu sam­ræmi við stærð fjár­mála­geir­ans hér á landi. Slíkt geti leitt til skaðabóta­skyldu.

Eng­ar at­huga­semd­ir

Talsmaður fram­kvæmda­stjór­ar­inn­ar sagði rétti­lega í svör­um sín­um til Morg­un­blaðsins að það væri hlut­verk ESA að fylgj­ast með inn­leiðingu slíkra gerða á Íslandi. Í svör­um frá Xa­vier Lew­is hjá lög­fræðisviði ESA við því hvers vegna eng­ar at­huga­semd­ir voru gerðar kem­ur hins veg­ar ein­fald­lega fram að í nálg­un sinni við málið horfi stof­un­in aðeins til þess sem gerðist í kjöl­far banka­hruns­ins en ekki í aðdrag­anda þess.

Íslenska ríkið ábyrgt

ESA seg­ir að sú skylda hafi hvílt á ís­lenska rík­inu að sjá til þess að trygg­inga­sjóður­inn gæti staðið við skuld­bind­ing­ar sín­ar sem séu að bæta öll­um inni­stæðueig­end­um tapaðar inni­stæður upp að þeirri lág­marks­trygg­ingu sem kveðið er á um í til­skip­un­inni.

Grund­vall­armun­ur

Ólík svör þeirra vekja óhjá­kvæmi­lega ýms­ar spurn­ing­ar. Meðal ann­ars vek­ur at­hygli að ESA kjósi að horfa aðeins á það sem gerðist eft­ir banka­hrunið en ekki fyr­ir það í ljósi þess að fram­kvæmda­stjórn­in tel­ur að ekki hafi verið staðið rétt að inn­leiðingu til­skip­un­ar­inn­ar um inni­stæðutrygg­ing­ar hér á landi fyr­ir hrun og þess eft­ir­lits­hlut­verks sem ESA gegn­ir í því sam­bandi.

Þá virðast stofn­an­irn­ar tvær ekki vera sam­stiga gagn­vart þeirri spurn­ingu hvort rík­is­ábyrgð sé til staðar á bankainni­stæðum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert