Ráðuneytisstjóri hafði þrjú álit undir höndum

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra á Alþingi.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra á Alþingi. mbl.is/Kristinn

Hinn 9. júní 2009, þremur dögum áður en lögfræðiálit aðallögfræðings Seðlabankans var sent til Sigríðar Rafnar Pétursdóttur, lögfræðings í viðskiptaráðuneytinu, lauk hún vinnslu minnisblaðs þar sem komist var að sömu niðurstöðu og í áliti Seðlabankans, þ.e. að gengistrygging lána í íslenskri mynt væri ólögleg.

Áður hafði Sigríður fengið lögfræðiálit frá lögmannsstofunni LEX þar sem slíkt hið sama var ályktað. Afrit af öllum skjölunum voru send ráðuneytisstjóra viðskiptaráðuneytisins og hafði hann því 12. júní 2009 þrjú álit undir höndum þar sem talið var að gengistrygging lána í íslenskri mynt væri ólögmæt.

24. júní sama ár var Gylfa kynnt minnisblað Sigríðar Rafnar og viku síðar, 1. júlí, lagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fyrirspurn fyrir Gylfa á Alþingi um það hvort myntkörfulán, krónulán með erlendu viðmiði, væru lögmæt. Gylfi sagði lögfræðinga ráðuneytisins og annars staðar í stjórnsýslunni hafa skoðað lögmæti lána í erlendri mynt. „Niðurstaða þeirra er að lánin séu lögmæt,“ svaraði Gylfi, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert