Þingmenn Hreyfingarinnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir skora á Gylfa Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, að segja af sér.
Segja þingmennirnir þrír, Margrét Tryggvadóttir, Þór Saari og Birgitta Jónsdóttir, að Gylfi hafi ítrekað afvegaleitt umræðuna um gengistryggð lán, leynt þing og þjóð mikilvægum gögnum og farið á svig við sannleikann.
„Muni ráðherrann ekki segja af sér sjáum við ekki annan kost í stöðunni en að bera fram vantrauststillögu á hendur ráðherranum um leið og þing kemur saman í september," segir í tilkynningu þingmannanna.