Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, segir á heimasíðu sinni, að einsýnt sé að Gylfi Magnússon eigi að fara að fordæmi Björgvins G. Sigurðssonar, forvera síns, í embætti viðskiptaráðherra, og segja af sér.
„Ástæða afsagnar er mun skýrari og brýnni fyrir Gylfa en fyrir
Björgvin G. Í eitt ár hefur Gylfi leynt þing og þjóð. Hann hefur auk þess sagt
rangt frá og orðið margsaga," segir Björn.
Hann segir að Jóhanna Sigurðardóttir hafi lýst yfir trausti á Gylfa í þessum hremmingum hans en sjálfur sé hann sagður í gönguferð á Hornströndum.