Verkfallsverðir í góðu yfirlæti

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn fengu góðar móttökur á Húsavík
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn fengu góðar móttökur á Húsavík Aðalsteinn. Á Baldursson

Slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­menn frá Reykja­vík og Ak­ur­eyri fengu inni á skrif­stofu Fram­sýn­ar - stétt­ar­fé­lags á Húsa­vík þegar þeir sinntu verk­falls­vakt í dag. 

„Fram­sýn bauð þeim aðstoð og af­drep á skrif­stof­unni og svo þegar sýnt var að flug­vél­arn­ar færu ekki í loftið fyr­ir sunn­an komu þeir aft­ur hingað og fengu kaffi og kök­ur,“ sagði Aðal­steinn Á. Bald­urs­son, formaður Fram­sýn­ar, í sam­tali við mbl.is.

Þá las hann upp stuðnings­yf­ir­lýs­ingu frá Alþýðusam­bandi Íslands við verk­fallsaðgerðir Lands­sam­bands slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­manna, sem féll vel í kramið hjá verk­falls­vörðunum.

Nán­ar má lesa um þetta á heimasíðu stétt­ar­fé­lag­anna í Þing­eyj­ar­sýslu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert