Verkfallsverðir í góðu yfirlæti

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn fengu góðar móttökur á Húsavík
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn fengu góðar móttökur á Húsavík Aðalsteinn. Á Baldursson

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn frá Reykjavík og Akureyri fengu inni á skrifstofu Framsýnar - stéttarfélags á Húsavík þegar þeir sinntu verkfallsvakt í dag. 

„Framsýn bauð þeim aðstoð og afdrep á skrifstofunni og svo þegar sýnt var að flugvélarnar færu ekki í loftið fyrir sunnan komu þeir aftur hingað og fengu kaffi og kökur,“ sagði Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar, í samtali við mbl.is.

Þá las hann upp stuðningsyfirlýsingu frá Alþýðusambandi Íslands við verkfallsaðgerðir Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, sem féll vel í kramið hjá verkfallsvörðunum.

Nánar má lesa um þetta á heimasíðu stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert