Ætla að hækka skatta

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna og fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna og fjármálaráðherra. mbl.is/Ernir

Tillögur um hækkun fjármagnstekjuskatts, tekjuskatts fyrirtækja, auðlegðarskatts, erfðafjárskatts og umhverfis- og auðlindagjalds eru til skoðunar í fjármálaráðuneytinu. Þá liggja ennfremur fyrir tillögur um sérstakan bankaskatt.

Það er starfshópur sem fjármálaráðherra skipaði í vor sem vinnur að tillögum í þessa veru, en gert er ráð fyrir að þær komi til framkvæmda á næsta ári og á árunum 2012-2014, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Í vinnuskjali frá starfshópnum er lagt til að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður.  Hann leggur til að tekjuskattur lögaðila verði hækkaður. Bent er á að hækkunin hafi óveruleg tekjuáhrif árið 2011, en hvert prósentustig er talið skila um einum milljarði króna.

Auðlegðarskattur var lagður á í fyrra, en hækkun úr 1,25% í 1,5% myndi skila um 800 milljónum króna í ríkissjóð. Þá er lagt til að erfðafjárskattur verði hækkaður á næsta ári, en hann er 5% í dag. Hvert prósentustig skilar ríkissjóði um 200 milljónum.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert