Ætla að hækka skatta

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna og fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna og fjármálaráðherra. mbl.is/Ernir

Til­lög­ur um hækk­un fjár­magn­s­tekju­skatts, tekju­skatts fyr­ir­tækja, auðlegðarskatts, erfðafjárskatts og um­hverf­is- og auðlinda­gjalds eru til skoðunar í fjár­málaráðuneyt­inu. Þá liggja enn­frem­ur fyr­ir til­lög­ur um sér­stak­an banka­skatt.

Það er starfs­hóp­ur sem fjár­málaráðherra skipaði í vor sem vinn­ur að til­lög­um í þessa veru, en gert er ráð fyr­ir að þær komi til fram­kvæmda á næsta ári og á ár­un­um 2012-2014, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Í vinnu­skjali frá starfs­hópn­um er lagt til að fjár­magn­s­tekju­skatt­ur verði hækkaður.  Hann legg­ur til að tekju­skatt­ur lögaðila verði hækkaður. Bent er á að hækk­un­in hafi óveru­leg tekju­áhrif árið 2011, en hvert pró­sentu­stig er talið skila um ein­um millj­arði króna.

Auðlegðarskatt­ur var lagður á í fyrra, en hækk­un úr 1,25% í 1,5% myndi skila um 800 millj­ón­um króna í rík­is­sjóð. Þá er lagt til að erfðafjárskatt­ur verði hækkaður á næsta ári, en hann er 5% í dag. Hvert pró­sentu­stig skil­ar rík­is­sjóði um 200 millj­ón­um.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert