Ekki kappsmál að vera ráðherra

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra. mbl.is6

Gylfi Magnús­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra, seg­ir að það sé sér ekki kapps­mál að vera ráðherra. Hann seg­ist ekki reikna með að gert sé ráð fyr­ir sér þegar breyt­ing­ar verði gerðar á ráðherra­skip­an síðar á kjör­tíma­bil­inu.

Gylfi seg­ist ekki telja að hann hafi af­vega­leitt þingið þegar hann svaraði fyr­ir­spurn frá Ragn­heiði Rík­h­arðsdótt­ur, alþing­is­manni, um lög­mæti mynt­körfulána, en Gylfi átti í gær fund með Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra og Stein­grími J. Sig­fús­syni fjár­málaráðherra þar sem þau ræddu um þá gagn­rýni sem beinst hef­ur að Gylfa síðustu daga.

Ræddi ekki í smá­atriðum um réttarágrein­ing­inn

Al­var­leg­asta gagn­rýn­in sem beinst hef­ur að Gylfa snýr að því að hann hafi af­vega­leitt þingið þegar hann svaraði fyr­ir­spurn um lög­mæti mynt­körfulána.

„Í þess­ari umræðu í þing­inu var ým­ist talað um mynt­körfulán, er­lend lán eða lán í er­lendri mynt. Ragn­heiður Rík­h­arðsdótt­ir spurði mig um mynt­körfulán. Mitt svar er í tveim­ur þátt­um, þ.e.a.s. ann­ars veg­ar bendi ég á, sem er í raun og veru enn óum­deilt, að lán í er­lendri mynt telj­ast ör­ugg­lega lög­leg. Ég segi síðan að það sé uppi réttarágrein­ing­ur og úr hon­um verði að skera fyr­ir dóm­stól­um. Þetta er allt sam­an satt og rétt.

Það sem ég hefði hins veg­ar gjarn­an, eft­ir á að hyggja, viljað hafa gert og hefði án efa gert í lengra svari, var að lýsa því í hverju þessi réttarágrein­ing­ur var fal­inn. Hann fólst í sjálfu sér ekki í því hvort mynt­körfulán væru ólög­leg held­ur fólst hann í því hvort að þessi lán væru í eðli sínu lán í er­lendri mynt eða hvort þau væru geng­is­tryggð lán í krón­um. Þetta var ekk­ert leynd­ar­mál á þess­um tíma og ég ræddi um þetta op­in­ber­lega í fyrra líka. Ég reyndi því ekki að halda því leyndu í hverju þessi laga­legi ágrein­ing­ur væri fólg­inn þó að ég hafi ekki rakið hann í smá­atriðum í tveggja mín­útna þing­ræðu.

Það var því alls ekki ætl­un mín að af­vega­leiða Ragn­heiði eða þing­heim, en vissu­lega skýrði ég ekki allt málið í þessu stutta svari, en það var ekki vegna þess að vilji minn stæði ekki til þess að upp­lýsa það eft­ir bestu getu.

Það má benda á að þegar þessi umræða er í þing­inu er ég ný­bú­inn að fá í hend­urn­ar minn­is­blað sem var unnið inn­an ráðuneyt­is­ins þar sem niðurstaðan er ein­mitt þessi, að ekki leiki vafi á því að lán í er­lendri mynt séu lög­leg, en það sé spurn­ing um skjala­gerð og annað sem þurfi að fara yfir til að skera úr um það hvort hin ýmsu mynt­körfulán sem voru veitt á und­an­förn­um árum telj­ast í raun lán í er­lendri mynt eða geng­is­tryggð krónu­lán.“

Gylfi benti á að á þess­um tíma hafi menn ekki vitað allt um þetta álita­mál. Það sé ekki enn búið að skera úr réttarágrein­ingi um allt sem teng­ist mynt­körfulán­um.

„Þetta skýrðist eitt­hvað með dómi Hæsta­rétt­ar í júní og mun fyr­ir­sjá­an­lega skýr­ast frek­ar þegar fer að líða á vet­ur­inn með fleiri dóm­um. En meira vissu menn ekki vorið 2009 og ég reyndi að koma öllu því sem ég vissi um lög­mæti þess­ara lána á þess­um tíma til skila. Hafi ein­hver mis­skilið mig þá var það ekki ætl­un mín og ég hlýt að biðjast vel­v­irðing­ar á því. Það var alla­vega ekki ætl­un mín að blekkja einn né neinn.“

Ekki leynd­ur upp­lýs­ing­um

Gylfi sagði að sér þætti mjög ósann­gjarnt að því skuli hafa verið haldið fram að hann hafi verið leynd­ur upp­lýs­ing­um af starfs­mönn­um viðskiptaráðuneyt­is­ins.

„Þegar ég horfi til baka fæ ég ekki séð að neinu hafi verið haldið frá mér með óeðli­leg­um hætti. Ég fæ ekki bet­ur séð en ég hafi fengið all­ar þær upp­lýs­ing­ar sem ég þurfti á að halda. Þó að ég hafi ekki séð öll skjöl þá er það ein­fald­lega þannig í ráðaneyta­vinnu að ráðherr­ar fá yf­ir­leitt sam­an­tekt­ir og ágrip starfs­manna. Það var gert í þessu til­felli. Mér var sagt frá niður­stöðu þessa LEX álits og svo síðar skoðunum Sig­ríðar Loga­dótt­ur [lög­fræðings Seðlabank­ans] á mál­inu. Það var því ekki þannig að ég væri óupp­lýst­ur og ég fæ alls ekki séð að ráðuneyt­is­stjór­inn eða aðrir starfs­menn hafi brugðist þeirri skyldu sinni að upp­lýsa ráðherra.“

Gylfi var spurður nán­ar hvernig viðskiptaráðuneytið hefði staðið að því að afla upp­lýs­inga um lög­mæti geng­is­trygg­inga lána.

„Það er þannig að vorið 2009 ósk­ar ráðuneytið eft­ir upp­lýs­ing­um frá ýms­um stofn­un­um, þar á meðal Seðlabank­an­um, vegna vinnslu á lög­fræðiáliti. Það kem­ur nú eitt­hvað lítið út úr því, nema að það kom þetta skjal og fylgigögn frá Seðlabank­an­um, í trúnaði. Álit Lex er eitt af því sem lög­fræðing­ur ráðuneyt­is­ins not­ar til að glöggva sig á mál­inu. Þegar það er kynnt fyr­ir mér þá er stutt­lega vikið að því að niðurstaða inn­an­hús­lög­fræðings­ins sé í sam­ræmi við niður­stöðu LEX. Þessu var sem sagt ekki haldið frá mér. Síðan um sum­arið, lík­lega í ág­úst, er ein­hver umræða um skoðanir Sig­ríðar Loga­dótt­ur og þannig að ég fékk að vita af þeim líka. Ég lít svo á að ég hafi fengið all­ar upp­lýs­ing­ar sem ég þurfti og get eng­an veg­inn tekið und­ir að þar hafi verið ein­hver pott­ur brot­inn.“

Er hugsi yfir því hvort eitt­hvað hefði mátt gera öðru­vísi

Gylfi sagðist því vísa því á bug að eitt­hvað sé að vinnu­brögðum inn­an viðskiptaráðuneyt­is­ins. „Auðvitað er ég hugsi yfir því hvort eitt­hvað hefði mátt gera öðru­vísi; hvort að ráðuneytið hefði átt að þrýsta á Seðlabank­ann að birta meira og eins hvort bank­inn hefði átt að gera það að eig­in frum­kvæði. Ég sé hins veg­ar ekk­ert að þeim vinnu­brögðum inn­an ráðuneyt­is­ins að taka sam­an þetta lög­fræðiálit og upp­lýsa mig.“

Í umræðu síðustu daga hef­ur því verið haldið fram að lög­fræðiálit LEX og Seðlabank­ans hefðu getað haft áhrif á hvernig eign­um var skipt á milli nýju og gömlu bank­anna.

„Ég tel sjálfsagt að fara yfir það,“ sagði Gylfi. „En í fljótu bragði fæ ég ekki séð að það hafi breytt miklu. Ég sé ekki að nein­ir hags­mun­ir hafi rask­ast, hvorki hags­mun­ir rík­is­ins né kröfu­hafa. Mér finnst hins veg­ar sjálfsagt að fara yfir þetta. Það hef­ur ekki verið gert að öllu leyti.“

Kem ekki að samn­inga­borði um ráðherra­skip­an

Gylfi sagði að á fund­in­um með Jó­hönnu og Stein­grími hefði ekki verið rætt um hugs­an­lega af­sögn. „Ég hef margoft sagt að það sé mér ekki mikið kapps­mál að vera ráðherra, en ég hef ekki séð ástæðu til að segja af mér vegna þessa máls.“

For­menn stjórn­ar­flokk­anna hafa áður lýst því yfir að það komi til greina að gera breyt­ing­ar á ráðherra­skip­an á kjör­tíma­bil­inu. Gylfi vísaði á for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar þegar hann var spurður hvenær hann gerði ráð fyr­ir að gerðar verði breyt­ing­ar á rík­is­stjórn­inni.

„Ég kem ekki að samn­inga­borðinu þegar stjórn­ar­flokk­arn­ir ræða um breyt­ing­ar á ráðuneyt­um og mönn­un þeirra. Ég geri nú ekk­ert frek­ar ráð fyr­ir því að það verði gert ráð fyr­ir mér eft­ir þær breyt­ing­ar. Það er sjálf­stætt mál og kem­ur í sjálfu sér ekki inn á þetta mál.“


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert