Flugvél af gerðinni Twin Otter frá flugfélaginu Norlandair lenti á einum hreyfli á Akureyrarflugvelli rétt fyrir kl.18.
Eldviðvörun barst frá öðrum hreyfli vélarinnar og því var slökkvilið kallað út um kl.17.40 þegar skammt var í lendingu. Boðin voru síðan afturkölluð þegar ljóst var að enginn eldur var í hreyflinum.
Vélin er ein þriggja véla flugfélagsins og var að koma frá Söedalen í Grænlandi. Tveir flugmenn voru um borð í vélinni. Engan sakaði.
Verið er að yfirfara flugvélina til að kanna hvað olli því að eldviðvörun barst frá hreyfli.