Meiri harka í fangelsunum

Afplánunarföngum hefur fjölgað verulega.
Afplánunarföngum hefur fjölgað verulega. mbl.is/Ómar

Harðsvíraðir er­lend­ir glæpa­menn í ís­lensk­um fang­els­um og sam­gang­ur og samþjöpp­un fanga sem framið hafa al­var­leg af­brot leiða til auk­inn­ar hörku í fang­els­um hér á landi.

Þetta er mat Páls Win­kels, fang­els­is­mála­stjóra, og Jóns Sig­urðsson­ar, deild­ar­stjóra og starf­andi fang­els­is­stjóra á Litla-Hrauni, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Á und­an­förn­um árum hef­ur afplán­unar­föng­um fjölgað veru­lega og hef­ur fjöldi þeirra tvö­fald­ast frá ár­inu 2004. 330 manns bíða nú afplán­un­ar. Hlut­fall þeirra sem afplána þrjú ár eða fleiri hef­ur tvö­fald­ast síðan árið 2004 sam­kvæmt töl­um frá Fang­els­is­mála­stofn­un rík­is­ins.

Pall seg­ir, að lög­regla hafi að und­an­förnu haft hend­ur í hári glæpa­gengja sem fara jafn­vel í heilu lagi í afplán­un. Meðlim­um gengj­anna sé fært að halda inn­byrðis tengsl­um sín­um meðan þeir sitja inni þar sem ekki er kost­ur á að dreifa þeim vegna fjölda þeirra sem nú afplána dóma. Seg­ir Páll dæmi þess að þegar afplán­un ljúki haldi geng­in áfram sam­vinnu og þá jafn­vel með fulltingi manna sem meðlim­ir sátu inni með.

Hark­an er­lend afurð

Tel­ur Páll að við nú­ver­andi aðstæður í fang­els­is­mál­um verði því ekki viðkomið að sundra gengj­um og vista fanga í fleiri fang­els­um eða deild­um. Helst hafi þetta tek­ist á Litla-Hrauni en hann tel­ur fjölg­un­ina vera slíka að þetta sé ekki mögu­legt leng­ur. Jón seg­ir að hingað til hafi gef­ist ágæt­lega að skipta mönn­um niður á deild­ir á Litla-Hrauni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert