Birkir Jón Jónsson þingmaður Framsóknarflokks bauð Steingrími J. Sigfússyni til fundar í haust með fulltrúum stjórnarandstöðu og atvinnulífs til að ræða nýja þjóðarsátt. Steingrímur sagðist fagna öllum slíkum boðum. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni.
Í þættinum voru auk þess Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar og
Birkir Jón sagði ljóst að það þyrfti að ná einhvers konar þjóðarsátt um atvinnumálin og benti á mikið atvinnuleysi meðal ungs fólks og bága skuldastöðu heimilanna.
„Ég spyr hvort Steingrímur er tilbúinn að setjast niður með okkur í stjórnarandstöðunni og fulltrúum atvinnulífsins og ræða þessi mál. Ríkisstjórnin getur þetta ekki ein og sér,“ sagði Birkir Jón.
Steingrímur sagðist fagna öllum slíkum boðum.