Bjarni Ben: Ekki þingmeirihluti fyrir ESB

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson Árni Sæberg

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni að enginn þjóðarvilji sé fyrir aðildarumsókn að ESB og ekki sé meirilhuti í þinginu fyrir málinu.

„Það er augljóst að það er enginn þjóðarvilji fyrir málinu og það er ekki meirihluti í þinginu fyrir málinu,“ sagði Bjarni í þættinum.

Hann segir að lagt hafi verið af stað í umsóknarferli á fölskum forsendum, það sé ábyrgðarlaust.

„Það er ábyrgðarleysi að knýja dyra hjá Evrópusambandinu án þess að það sé neinn pólitískur stuðningur fyrir málinu,“ sagði Bjarni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka