Fráleitt að Gylfi hafi afvegaleitt þingið eða logið

Mörður Árnason þingmaður.
Mörður Árnason þingmaður. mbl.is/Sverrir Vilhjálmsson

Mörður Árna­son þingmaður Sam­fylk­ing­ar seg­ir í færslu á bloggsíðu sinni að frá­leitt sé „að halda því fram að Gylfi Magnús­son hafi verið að ljúga að þing­inu eða af­vega­leiða það.“

Mörður bend­ir á í langri færslu um málið að þing­menn sem lögðu fram fyr­ir­spurn­ir um geng­islán og óskuðu svara ráðherra í júlí í fyrra hafi ekki gert grein­ar­mun á lán­um eft­ir því hvort þau voru í er­lend­um gjald­miðli eða í geng­is­tryggðum ís­lensk­um krón­um.

Mörður seg­ir hug­tök­in mynt­körfulán, geng­islán, geng­is­tryggð lán og er­lend lán verið notuð á víxl án þess að skil­greint væri við hvers kyns lán væri átt. Þetta geti hafa valdið mis­skiln­ingi. Hann seg­ir held­ur ekki skýrt hvort Seðlabank­inn hafi gert þenn­an grein­ar­mun.

Mörður seg­ist ekki hafa ástæðu til að ef­ast um heil­indi Gylfa Magnús­son­ar efna­hags- og viðskiptaráðherra í mál­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert