Fráleitt að Gylfi hafi afvegaleitt þingið eða logið

Mörður Árnason þingmaður.
Mörður Árnason þingmaður. mbl.is/Sverrir Vilhjálmsson

Mörður Árnason þingmaður Samfylkingar segir í færslu á bloggsíðu sinni að fráleitt sé „að halda því fram að Gylfi Magnússon hafi verið að ljúga að þinginu eða afvegaleiða það.“

Mörður bendir á í langri færslu um málið að þingmenn sem lögðu fram fyrirspurnir um gengislán og óskuðu svara ráðherra í júlí í fyrra hafi ekki gert greinarmun á lánum eftir því hvort þau voru í erlendum gjaldmiðli eða í gengistryggðum íslenskum krónum.

Mörður segir hugtökin myntkörfulán, gengislán, gengistryggð lán og erlend lán verið notuð á víxl án þess að skilgreint væri við hvers kyns lán væri átt. Þetta geti hafa valdið misskilningi. Hann segir heldur ekki skýrt hvort Seðlabankinn hafi gert þennan greinarmun.

Mörður segist ekki hafa ástæðu til að efast um heilindi Gylfa Magnússonar efnahags- og viðskiptaráðherra í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka