Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra mun mæta á þingflokksfundi hjá stjórnarflokkunum á morgun. Þingflokksfundur Samfylkingarinnar hefst klukkan 13:30 á morgun en eins og fram hefur komið á mbl.is átti Gylfi fund með oddvitum stjórnarflokkanna, Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni á föstudagskvöldið þar sem þau ræddu um þá gagnrýni sem beinst hefur að Gylfa síðustu daga.
Alvarlegasta gagnrýnin sem beinst hefur að Gylfa snýr að því að hann hafi afvegaleitt þingið þegar hann svaraði fyrirspurn um lögmæti myntkörfulána.