Líst vel á bankaskatt

Magnús Orri Schram
Magnús Orri Schram Þorvaldur Örn Kristmundsson

Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar segist ekki hugnast meiri skattahækkanir en er þó hrifinn af hugmyndum um bankaskatt.

Hann sagði í kvöldfréttum RÚV að honum væri skapi næst að hætta að styðja ríkisstjórnina ef hún fyrirhugaði frekari skattahækkanir.

Starfshópur á vegum fjármálaráðuneytisins vinnur nú að hugmyndum um hækkun fjármagnstekjuskatts, erfðafjárskatts, tekjuskatts á fyrirtæki, auðlindagjalds og auðlegðarskatts.

Þá hefur hópurinn sett fram hugmynd um nýjan skatt, bankaskatt, en Magnús Orri segir það einu hugmynd hópsins sem hann sé mjög hrifinn af.

„Enda ekki nema eðlilegt að bankar greiði gjöld ríkisins fyrir það að ríkið sé að ábyrgjast allar innistæður í landinu en innistæðurnar eru ekkert annað en rekstrarfé þessara banka.“

Nú muni þingflokkur Samfylkingarinnar fara yfir hugmyndirnar en heilt yfir finnist Magnúsi Orra að frekar ætti að horfa til útgjaldarammans en að hækka skatta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert