Mjög bakteríuríkt vatn

Einar Falur Ingólfsson

„Mér finnst þetta mjög ein­kenni­leg­ar skýr­ing­ar. Það er skýrt ákvæði í starfs­leyf­is­skil­yrðum fyr­ir­tæk­is­ins um þessa þætti, hvar megi losa og slíkt,“ seg­ir Birg­ir Þórðar­son, heil­brigðis­full­trúi á Suður­landi.

Hann hafði sam­band við eig­anda Hol­ræsa- og stífluþjón­ustu Suður­lands eft­ir að Stöð 2 skýrði frá því að sum­ar­bú­staðaeig­andi hefði séð starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins losa svo­kallaðan seyru­vökva út í móa.

Sá náði jafn­framt mynd­um af tankbíl frá fyr­ir­tæk­inu sem var lagt á víðavangi og slanga lá út í móa þar sem grá­leit­ur vökvi seytlaði út og hafði grasblett­ur í kring lit­ast eða sviðnað. 

Eig­andi Hol­ræsa- og stífluþjón­ust­unn­ar tjáði Birgi að um óvana starfs­menn hefði verið að ræða en að sjálf­ur hefði hann ekki haft hug­mynd um að svæðið væri vatns­vernd­ar­svæði.

„Þetta er bara klóa­kvatn, sem búið er að fjar­lægja úr megnið af föst­um efn­um. Þetta er mjög bakt­eríu­ríkt vatn,“ seg­ir Birg­ir en tækn­in sem fyr­ir­tækið not­ar er þess eðlis að bíl­arn­ir dæla upp úr rotþróm og fer inni­haldið í skil­vindu sem aðskil­ur föst efni og vökva.

Vökv­an­um, svo­kölluðum seyru­vökva, á svo að dæla aft­ur ofan í rotþróna.

„Þetta er mjög sér­stakt vatns­vernd­ar­svæði, þarna við Þing­valla­vatn, og um það gilda mjög strang­ar regl­ur, í sam­ræmi við lög um vatns­vernd­ar­svæði Þing­valla­vatns og reglu­gerð um það,“ seg­ir Birg­ir.

„Síðan hef­ur Heil­brigðis­eft­ir­lit Suður­lands verið með verklags­regl­ur um hvað má og hvað má ekki, og þetta er eig­in­lega strangasta vatns­vernd­ar­svæði lands­ins.“

Heil­brigðis­eft­ir­lit Suður­lands mun hefja rann­sókn á mál­inu strax í fyrra­málið, skoða vett­vang­inn og taka sýni úr vatns­ból­um á svæðinu.

„Við höf­um gert mikið til að bæta meng­un­ar­varn­ir á svæðinu svo mér finnst mjög sárt að heyra af svona.“

Birgir Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi á Suðurlandi
Birg­ir Þórðar­son, heil­brigðis­full­trúi á Suður­landi
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert