Tveir dópaðir á sama bílnum

Lögreglan á vettvangi.
Lögreglan á vettvangi. Ljósmynd/JHJ

Lög­regla stöðvaði öku­mann grunaðan um akst­ur und­ir áhrif­um fíkni­efna inn­an­bæjar á Sel­fossi á þriðja tím­an­um í dag. Ökumaður var flutt­ur til sýna­töku á lög­reglu­stöð.

Um hálfri ann­ari klukku­stund síðar stöðvuðu lög­reglu­menn sama bíl aft­ur, þar sem ann­ar maður nú und­ir stýri. Sá reynd­ist einnig vera und­ir áhrif­um fíkni­efna.

Í nótt sem leið stöðvuðu lög­reglu­menn öku­mann inn­an­bæjar á Sel­fossi eft­ir nokkra eft­ir­för, þar sem hann ók um íbúðagöt­ur vel yfir lög­leg­an há­marks­hraða. Sá var ölvaður eins og sást þegar hann kom á lög­reglu­stöð hvar áfeng­is­magn í blóði hans var mælt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert