Búið að slökkva í Hörpu

Eldurinn kviknaði í einangrunarplasti á þaki tónlistarhússins.
Eldurinn kviknaði í einangrunarplasti á þaki tónlistarhússins. mynd/Arnar Valdimarsson

Eldurinn í tónlistarhúsinu Hörpu kviknaði í plasti og barst síðan í timbur, að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Talið er að lítið tjón hafi hlotist af eldinum.  Búið að slökkva eldinn sem kviknaði í tónlistarhúsinu Hörpu fyrir skömmu. 

Ekki er enn vitað hvað olli því að eldurinn kviknaði. Slökkvilið en enn að störfum til að tryggja glæður sem gætu leynst einhversstaðar, að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Eldur varð laus í suðurhlið tónlistarhússins Hörpu við Reykjavíkurhöfn skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun.

Allt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var sent á staðinn til öryggis.

Slökkviliðið sendi allt tiltækt lið á staðinn.
Slökkviliðið sendi allt tiltækt lið á staðinn. mbl.is/Ernir
Talsverðan reyk lagði frá Hörpu.
Talsverðan reyk lagði frá Hörpu. mynd/Gísli
mbl.is/Þorsteinn
Svartan reyk lagði frá Hörpu í morgun.
Svartan reyk lagði frá Hörpu í morgun. mynd/Ottó
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert