Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað á vettvang eftir að eldur kviknaði í tónlistarhúsinu Hörpu fyrr í dag. Svartan reik lagði frá húsinu um skeið en eldurinn varði ekki lengi.
Eldurinn kviknaði í plasti og barst síðan í timbur, að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Talið er að lítið tjón hafi hlotist af eldinum.
Eldurinn varð laus í suðurhlið tónlistarhússins við Reykjavíkurhöfn skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun.