Flæddi inn í sendiherrabústaðinn

Vatn flæddi inn í kjallara sendiherrabústaðarins í Kaupmannahöfn.
Vatn flæddi inn í kjallara sendiherrabústaðarins í Kaupmannahöfn.

Vatn flæddi inn í kjall­ara ís­lenska sendi­herra­bú­staðar­ins í Kaup­manna­höfn í gær og var hann all­ur und­ir­lagður af vatni, en mik­il rign­inga­veður hafa verið að und­an­förnu á Sjálandi sem valdið hafa flóðum á ákveðnum stöðum í borg­inni. Sendi­herra­bú­staður­inn er að Fug­lebakk­evej á Friðriks­bergi í Kaup­manna­höfn.

„Við notuðum gær­dag­inn í að ausa kjall­ar­ann. En það varð ekk­ert tjón af því og okk­ur varð ekk­ert meint af. Þetta hafa senni­lega verið tæp­lega þúsund lítr­ar sem við tók­um úr hon­um,“ seg­ir Sturla Sig­ur­jóns­son, sendi­herra Íslands í Dan­mörku.

Sturla seg­ir að eng­ar til­kynn­ing­ar hafi borist sendi­ráðinu frá Íslend­ing­um bú­sett­um í Kaup­manna­höfn vegna flóðanna. Hann seg­ist gera ráð fyr­ir því að þeir sem hafi lent í ein­hverju hafi ein­fald­lega af­greitt málið sjálf­ir.

„Þá hef­ur ekki verið um að ræða neitt lífs­hættu­legt eða stór­tjón. Þetta er helst fólk sem er með hús og þá kjall­ara. En fólk geng­ur þá bara í málið og hef­ur sam­band við sitt trygg­inga­fé­lag allt eft­ir aðstæðum,“ seg­ir Sturla.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert