Gylfi á fund Samfylkingarinnar

Gylfi Magnússon kemur á þingflokksfund Samfylkingarinnar í dag.
Gylfi Magnússon kemur á þingflokksfund Samfylkingarinnar í dag. mbl.is/Kristinn

Þingflokksfundur Samfylkingarinnar hófst klukkan 13:30 í dag. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, mætti á fundinn þar sem fjalla átti um stöðu myntkörfulána. Einnig var von á Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, á fundinn, til að fjalla um háskólamál. 

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingar, sagði við Morgunblaðið, að tilefni fundarins í dag væri ekki sú ólga sem verið hafi vegna ummæla Gylfa um myntkörfulán á Alþingi á síðasta ári, enda hafi hann verið boðaður fyrir nokkru til fundarins í dag.

Ræða á um minnisblöð, sem gerð voru í Seðlabanka og viðskiptaráðuneytinu um gjaldeyrislánin og hvort dómur um gengistryggðu lánin kunni að hafa áhrif á stöðu Landsbankans.

Sagði Þórunn að þau Gylfi og Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, mæti alltaf annað veifið á þingflokksfundi til skrafs og ráðagerða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert