Krafðist skýringa frá Seðlabankanum

„Ég hef verið óánægð með að hafa ekki fengið lögfræðiálitin send frá Seðlabankanum og efnahags- og viðskiptaráðuneytinu,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir. Hún hafi krafist skýringar á samskiptaleysinu.

Í svörum sem Jóhanna hefur fengið frá Seðlabankanum varðandi málið kemur fram að eðlilegt hefði verið að upplýsa hana um lögfræðiálitið á sýnum tíma. Í lögfræðiáliti sem gert var fyrir Seðlabanka Íslands síðasta sumar var lögmæti gengistryggingar lána dregið í efa.

Staða Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur verið í umræðunni síðustu daga í ljósi ummæla hans síðasta sumar um myntkörfulán og lögmæti þeirra.  Jóhanna segir Gylfa hafa skýrt mál sitt vel og hann njóti fulls stuðnings þingflokks Samfylkingarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert