„Ég hef verið óánægð með að hafa ekki fengið lögfræðiálitin send frá Seðlabankanum og efnahags- og viðskiptaráðuneytinu,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir. Hún hafi krafist skýringar á samskiptaleysinu.
Í svörum sem Jóhanna hefur fengið frá Seðlabankanum varðandi málið kemur fram að eðlilegt hefði verið að upplýsa hana um lögfræðiálitið á sýnum tíma. Í lögfræðiáliti sem gert var fyrir Seðlabanka Íslands síðasta sumar var lögmæti gengistryggingar lána dregið í efa.
Staða Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur verið í umræðunni síðustu daga í ljósi ummæla hans síðasta sumar um myntkörfulán og lögmæti þeirra. Jóhanna segir Gylfa hafa skýrt mál sitt vel og hann njóti fulls stuðnings þingflokks Samfylkingarinnar.