Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, hefur skipað nýja stjórn Sjúkratrygginga Íslands til fjögurra ára. Skipt var um alla stjórn stofnunarinnar.
Ný stjórn er þannig skipuð: Dagný Brynjólfsdóttir, viðskiptafræðingur og deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, formaður Til vara: Hólmfríður Grímsdóttir lögfræðingur.
Garðar Mýrdal, eðlisfræðingur. Til vara: Dýrleif Skjóldal, leikskólakennari
Jóhannes Pálmason, lögfræðingur. Til vara: Björg Bára Halldórsdóttir, nemi
Kristinn H. Gunnarsson, fyrrv. alþingismaður. Til vara: Ellert Schram, fyrrv. alþingismaður.
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur. Til vara: Stefán Jóhann Stefánsson, þjóðhagfræðingur.