Ný stjórn Sjúkratrygginga Íslands skipuð

Húsnæði Sjúkratrygginga Íslands.
Húsnæði Sjúkratrygginga Íslands.

Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, hefur skipað nýja stjórn Sjúkratrygginga Íslands til fjögurra ára. Skipt var um alla stjórn stofnunarinnar.

Ný stjórn er þannig skipuð: Dagný Brynjólfsdóttir, viðskiptafræðingur og deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, formaður  Til vara: Hólmfríður Grímsdóttir lögfræðingur.

Garðar Mýrdal, eðlisfræðingur. Til vara: Dýrleif Skjóldal, leikskólakennari

Jóhannes Pálmason, lögfræðingur. Til vara: Björg Bára Halldórsdóttir, nemi

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrv. alþingismaður. Til vara: Ellert Schram, fyrrv. alþingismaður.

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur. Til vara: Stefán Jóhann Stefánsson, þjóðhagfræðingur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert