„Reynt að skapa ágreining“

Álfheiður Ingadóttir.
Álfheiður Ingadóttir. mbl.is

„Núverandi ráðherra var náttúrulega á móti þessari stofnun frá upphafi. Manni hefur dálítið fundist eins og starfið hafi gengið út á að skapa ágreining einstök atriði, eins og þegar ráðherra hugðist áminna forstjóra Sjúkratrygginga Íslands fyrir að leita ráða hjá ríkisendurskoðanda. Það var mjög sérstök ráðstöfun,“ segir Benedikt Jóhannesson, fráfarandi stjórnarformaður Sjúkratrygginga Íslands.

Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, skipti um alla stjórnina á einu bretti í gær.

Benedikt segir jafnframt undarlegt að ákveðið hafi verið að skipta allri stjórninni út í einu. „Maður hefði kannski haldið að það væri viturlegt að nýta reynslu einhverja úr fráfarandi stjórn en það hefur greinilega ekki verið ákveðið.“

„Fráfarandi stjórn var skipuð áður en lög um sjúkratryggingar tóku gildi og henni var falið að koma þessari stofnun á fót. Það má segja að undirbúningsfasanum sé lokið nú þegar stofnunin hefur starfað í tvö ár. Ég tel þetta vera eðlilega endurnýjun. Ég taldi jafnframt mikilvægt að tengja stofnunina meira við ráðuneytið,“  segir Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra.

Formaður nýrrar stjórnar er Dagný Brynjólfsdóttir, viðskiptafræðingur.

Aðrir í stjórn eru:

Garðar Mýrdal, eðlisfræðingur,

Jóhannes Pálmason, lögfræðingur,

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrv. alþingismaður og

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, sjórnsýslufræðingur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert