Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, er á leið til Reykjavíkur með veikan sjómann af norskum togara.
Beiðni barst frá togaranum rétt fyrir klukkan sjö. Þá var maðurinn orðinn talsvert kvalinn en talið er að hann sé með einhverskonar bólgur í munnholi sem leiði upp í höfuð.
Togarinn er staddur 175 sjómílur norðvestur af Reykjavík og tekur flugið um þrjár klukkustundir fram og til baka, áætlað er að TF-LÍF lendi á Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálfellefu.
Þetta er fjórða útkall þyrlunnar á tveimur vikum þar sem sækja þarf veikan mann um borð í togara á hafi úti.